• Jörð, eldur, vatn, loft

  • Jörð, eldur, vatn, loft

  • Jörð, eldur, vatn, loft

  • Jörð, eldur, vatn, loft

Undirritun brunavarnaáætlunar Slökkviliðs Grundarfjarðar fór fram sl. föstudag. Eldor ásamt slökkviliðsstjóra hafa unnið að gerð áætlunarinnar undanfarna mánuði. Það var því afar ánægjuleg stund þegar eigendur Eldor slf (Þorbjörn Guðrúnarson / Þuríður Helga Þorsteinsdóttir) , slökkviliðsstjóri (Valgeir Þór Magnússon), bæjarstjóri (Þorsteinn Steinsson) og forstjóri Mannvirkjastofnunar (Björn Karlsson) undirrituðu áætlunina formlega á Grundarfirði. Slökkviliðsmenn og skrifstofustjóri voru okkur til halds og trausts við formlegheitin. Eldor slf. þakkar fyrir frábærar móttökur og samvinnu við þetta mikilvæga verkefni. Með frágangi og undirritun brunavarnaáætlunar verður til stuðningur við framsækni, uppbyggingu og eflingu slökkviliðs Grundarfjarðar sem lykil aðila í öryggismálum sveitarfélagsins.

Hafa samband

email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími: 862-6650