Öryggismál:Sérhæfing á sviði Heilsu- öryggis- og umhverfináætlana (HÖU) fyrir fyrirtæki er einn af lykilþáttum í starfsemi þess. Inn í þær fléttast áhættugreiningar verkþátta og framsetning verklagsreglna þeim tengdum.
Fyrirtæki dagsins í dag starfa í umhverfi sem gerir sífellt ríkari kröfur til þeirra um framvirka hugsun í HÖU málum. Mikilvægi áhættugreininga í verkþáttum hefur í áranna rás skilað sér í lægri slysatíðni hjá fyrirtækjum. Einnig hafa fyrirtæki notið þess að betra og virkara skipulag verður á þessum málum. Starfsmenn eru virkari í þátttöku þar sem til þeirra er leitað við gerð HÖU áætlunarinnar og þeirra sérfræðiþekking nýtt við úrlausnir verkefna. En eitt er að eiga góða og gilda HÖU áætlun og annað er að hafa hana í virkri framkvæmd.
Eldvarnir og öryggi leggja ríka áherslu á góða innleiðingu HÖU áætlana, þar sem allir starfsmenn eru virkjaðir (hver á sínu sviði) í framkvæmd hennar.
Ávinningur með góðri HÖU áætlun er til dæmis :
•Vel útskýrt vinnuumhverfi.
•Ítarlegar áhættugreiningar.
•Öruggari vinnustaður.
•Lægri slysatíðni.
•Ánægðari og öruggari starfsmenn.
•Skýrari verkferlar.
•Lifandi áætlun sem auðvelt er að uppfæra.
Eldvarnir og öryggi eru með bóklega sem verklega kennslu í öllum þeim verkþáttum sem koma inn í HÖU mál.