Þjónusta
Eldvarnir og öryggi (eldor) er fyrirtæki sem sérhæfir sig í eldvarnar- og öryggismálum.
Fyrirtækið hefur einnig á að skipa sértækum fagaðilum hver á sínu sviði sem koma að verkefnum þess. Lögð er mikil áhersla á þjónustu og eftirfylgni í þeim verkefnum sem fyrirtækið hefur með höndum.
Eldvarnir og öryggi bjóða upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki þar sem haldið er utan um málaflokkinn með reglulegum heimsóknum, fræðsluerindum, þjálfun starfsfólks ásamt skráningum og viðurkenningum.
Eldvarnir:Eldvarnir og öryggi fara yfir vinnustaðinn og taka út byggingar þess með tilliti til eldvarna og öryggismála. Gerð er skýrsla sem dregur fram þá þætti sem betur eiga að fara og setur þá upp í forgangsröðun út frá lagalegum kröfum. Með þessu móti næst fram heildarmynd af stöðu eldvarna og öryggismála og málefnum sem þarfnast úrbóta komið í tímasetta verkáætlun sem lögð er fyrir eigendur og síðar opinbera skoðunaraðila.
Eldvarnir og öryggi bjóða upp á reglulegar skoðanir þar sem haldið er utan um verkáætlun fyrirtækisins og hún endurskoðuð og aðlöguð breytilegum aðstæðum í starfsumhverfi fyrirtækja (húsnæðisbeytingar t.d.)